Glósararnir úr KHÍ

Vormisseri 2008

10.5.2008 09:48:54 / khi

Glósur úr Aðferðafræði

 

Hugtök í aðferðafræði rannsókna

Vísindaleg rannsókn (scientific reasearch) (5)

Glósur:

·  Nákvæmni

·  Gagnrýnin hugsun

·  Reynslugögn

·  Áhættusöm forspá

·  Opinn hugur

Megindleg aðferðafræði (quantitative) (7):

Glósur:

·  Rannsóknaraðferð í anda pósitífismans

·  Kenningar og tilgátur prófaðar á hópum

·  Meginmarkmiðið að uppgötva orsakatengsl, þ.e. almenn lögmál.

·  Hlutlægur raunveruleiki

·  Raunveruleikinn á sér tilveru óháð einstaklingnum

·  Vissuhyggja - Pósitífismi

·  Gögn á talnaformi - tölfræði notuð við úrvinnslu

Eigindleg aðferðafræði (qualitative) (6):

Glósur:

·  Póst - pósitífsk gagnrýni á hefðbundnar rannsóknarleiðir

·  Fyrirbæri eins og þau koma fyrir í náttúrulegu umhverfi

·  Reyna að skilja og túlka fyrirbæri út frá merkingu sem fólk leggur í þau

·  Raunveruleikinn er félagslega mótaður

·  Mótaður af þeim einstaklingum sem taka þátt í honum

- túlkun einstaklingsins og margbreytileiki raunveruleikans

·  Gögn: Munnlegar og skrifaðar lýsingar - þemu og mynstur fundin.

Vissuhyggja (pósitífismi) (1):

Glósur:

·  Rannsaka á fyrirbæri með hlutlægni til að ná fram sönnum raunveruleika.

Rannsóknarþekking (6):

Glósur:

·  Hugtök og aðferðir skapaðar og samþykki ríkir um notkun þeirra

·  Niðurstöður endurtakanlegar

·  Draga má í efa niðurstöður - afsanna

·  Villa og skekkjur þekkar

·  Farið varlega í að alhæfa

·  Gagnrýni á aðferðir og forsendur þeirra

Kenning (2)

Glósur:

·  Almenn regla, studd veigamiklum gögnum, sett fram til að skýra fyrirbæri.

·  Setur fyrirbæri upp í kerfi hugsmíða og lögmála

Dæmi:

Kenning Skinners um virka hegðun og áhrif umbunar (styrkinga)

 


Hugsmíð (construct) (2)

Glósur:

·  Skilgreind með að:

-                     - Vísa í aðrar þekktar hugsmíðar

-                     - Vísa til þess hvernig hugsmíð er mæld

Dæmi:

Prófkvíði er ótti sem kemur upp við prófa-aðstæður

Prófkvíði er mældur með spurningalista þar sem spurt er um líðan, hegðun og lífeðlisleg viðbrögð tengd prófum.

Lögmál (scientific law) (1)

Glósur:

·  Alhæfing um orsaka- eða annars konar tengsl milli hugsmíða

Dæmi:

Prófkvíði dregur úr árangri nemenda á prófum.

Rannsóknarferlið (5):

Glósur:

·  Skilgreina vandann - setja fram spurningar

·  Setja fram tilgátur og skilgreina breytur

·  Huga að hvaða afleiðingar tilgátur hafa

·  Hanna rannsókn, framkvæma, safna gögnum og vinna úr þeim - prófa tilgáturnar

·  Taka saman niðurstöður og draga ályktanir

Samfelld breyta (continuous) (2):

Glósur:

·  Óendanlegur fjöldi gilda

·  Fyrir hverjar tvær talnalegar niðurstöður er hægt að finna þriðju tölunni stað á milli hinna tveggja.

Dæmi:

Líkamshæð er samfelld breyta því 185,3 cm er á milli 185,2 og 185,4, 185,35 cm er á milli 185,3 og 185,4 o.s.frv. í það óendanlega, þyngd, hitastig, einkunnir frá 0-100.

Ósamfelld breyta (discrete) (2):

Glósur:

·  Endanlegur fjöldi gilda

·  Ósamfelldar breytur eru ýmist megindlegar eða eigindlegar.

Dæmi:

Breytur sem byggjast á fjölda eru oftast ósamfelldar. Þannig geta verið 23 eða 24 nemendur í bekkjardeild en ekki 23½, kyn, stétt

Frumbreyta (independent) (inngrip, meðferð) (4):

Glósur:

·  Óháð breyta.

·  Sú breyta í tengslum tveggja breyta sem hefur áhrif á hina (þ.e. það sem verið er að athuga

·  Rannsakandi hefur oft stjórn á henni

·  Ósamfelldar breytur eru ýmist megindlegar eða eigindlegar.

Fylgibreyta (dependent) (prófun) (4):

Glósur:

·  Háð breyta

·  Sú breyta sem verður fyrir áhrifum einnar eða fleiri frumbreyta.

·  Það sem rannsakandinn hefur áhuga á.

·  Ósamfelldar breytur eru ýmist megindlegar eða eigindlegar.

Ytri breyta (extraneous) (3):

Glósur:

·  Allar breytur sem ekki er höfð stjórn á.

·  Ekki mældar (ekki hluti af rannsóknarsniðinu)

·  Getur haft áhrif á niðurstöður tilraunar

Megindleg gögn (quantitative) (1):

Glósur:

·  Eru á tölulegu formi, tölugildi

Dæmi:

Einkunnir, prófkvíði

Eigindleg gögn (qualitative) (1):

Glósur:

·  Athuganir eru settar fram sem merkimiðar, nöfn eða lýsingar

Dæmi:

Kyn, landshluti, frásagnir

Rannsóknarspurning (4):

Glósur:

·  Skýr og nákvæm staðhæfing um tilgang rannsóknar.

·  Má ekki vera of almenn

·  Má ekki vera of sértæk / þröng

·  Verður að vera raunprófanleg

Dæmi:

Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða áhrif lífsleiknikennslu á félagsþroska unglinga.

Tilgáta (hypothesis) (2):

Glósur:

·  Forspá um niðurstöður - Staðhæfing um hvað rannsakandinn væntir að niðurstaða rannsóknar verðir.

·  Leyfir rannasakandanum að sýna fram á eða hrekja.

Dæmi:

Unglingar sem fá kennslu í lífsleikni búa að betri félagsþroska en þeir sem ekki hafa fengið lífsleiknikennslu.

Tilraun (experiment) (4):

Glósur:

·  Besta sniðið til að finna orsakatengsl

·  Rannsakandinn hefur stjórn á einum eða fleiri þáttum sem geta haft áhrif á hegðun þess sem rannsakað er.

·  Hægt að hagræða breytum og sjá hver viðbrögð þess sem rannsakað er verða.

·  Leyfir rannasakanda að draga ályktun um orsakasamband

·  Gerð í því skyni að reyna tilgátu, sanna lögmál eða uppgötva óþekkt tengsl, lögmál eða áhrif.

·  Tilraunahópur, samanburðarhópur, tilviljanaröðun (random assignment)

Athugun (observational, correlational-fylgni) (4):

Glósur:

·  Reyna að leiða í ljós tengsl fyrirbæra.

·  Engin stjórn á breytum, tengsl milli fyrirbæra á vettvangi.

·  Forspártengsl, ekki orsakir.

·  Athuganir geta verið bæði eigindlegar og megindlegar.

Hálf-tilraunir (quasi-experiment) (3):

Glósur:

·  Einhver stjórn á breytum.

·  Oftast á vettvangi

·  Ekki alltaf hægt að nota hendingarval í rannsóknum sem eiga sér stað á vettvangi, þá er talað um hálftilraun.

Fylgnirannsóknir (3):

Glósur:

·  Reyna að uppgötva tengsl breyta með því að skoða fylgni á milli þeirra.

·  Gjarnan notað við forspá.

·  Önnur af tveimur megin rannsóknarhefðum innan sálfræðinnar (hin er tilraunir).

Nafnkvarði (nominal scale) (3):

Glósur:

·  Myndar flokka sem útiloka hver annan, hver hlutur getur einungis verið í einum hóp.

·  Notaðir í rannsóknum til að sýna lýsandi mynd af gögnum sem safnað er,

·  Gefa engar upplýsingar um röð.

Dæmi:

Landshluti sem barn er fætt í, símanúmer, kyn, stjórnmálaflokkur.

Raðkvarði (ordinal scale) (1):

Glósur:

·  Merkimiðar (flokkar) sem fela í sér upplýsingar um röð.

Dæmi:

Röð liða í íþróttakeppni, stigagjöf fyrir ræðukeppni. Niðurstöður sýna hver sé bestur, næst bestur o.s.frv. en ekki hve mikið er á milli þeirra sem eru bestir og næstbestir, stéttarstaða.

Jafnbilakvarði (interval scale) (4):

Glósur:

·  Raðkvarði

·  Jafn langt bil milli gilda á kvarðanum

·  Hægt að gera beinan samanburð á t.d. einkunnum

·  Flest stöðluð próf meðhöndluð sem jafnbilakvarðagögn.

Dæmi:

Hitastig, bæði Celsius og Fahrenheit.

Hlutfallskvarði (ratio scale) (1):

Glósur:

·  Upplýsingar um röð, jafnbila og raunverulegt 0 gildi.

Dæmi:

Lengd, þyngd, hiti á Kelvin kvarða.

Lýsandi tölfræði (descriptive) (2):

Glósur:

·  Notuð til að koma skipulagi á niðurstöður okkar og taka þær saman.

·  Algengt að lýsandi tölfræði innihaldi tíðni einkunna, prósentur, meðaltal og stöðluð frávik.

Ályktunartölfræði (inferential) (2):

Glósur:

·  Úrtök notuð til að álykta um þýði

·  Hjálpar okkur að draga ályktun um einkenni hóps út frá uppl. úr úrtaki

Meðaltal (4):

Glósur:

·  Dæmigerð tala fyrir gagnasafnið.

·  Viðkvæmt fyrir einförum - Allar tölur í gagnasafni hafa áhrif á meðaltalið

·  Mikið notað í rannsóknum

·  Summa talna, sem deilt er með fjölda þeirra.

Miðgildi (median) (3):

Glósur:

·  Gildið í miðju gagnasafnsins ef tölum er raðað frá lægstu til hæstu.

·  Ekki viðkvæmt fyrir einförum.

·  Ef dreifing er mjög skekkt á það betur við en meðaltalið.

Dæmi:

5, 6, 7, 10 = > (6+7)/2 = 6,5

Tíðasta gildi (mode) (2) :

Glósur:

·  Gildið sem kemur oftast fyrir í gagnasafninu.

·  Stundum eru fleiri en eitt tíðasta gildi.

Vegið meðaltal:

Dæmi:

Ef þú færð 8 fyrir verkefni sem gildir 10%, 7,5 fyrir verkefni sem gildir 5% og 8,5 fyrir próf sem gildir 85%. Hver verður einkunn þín í námskeiðinu?

Dreifing (variability):

Glósur:

·  Segir til um hversu dreifðar tölurnar í gagnasafninu eru.

·  Gefur aðrar upplýsingar heldur en mælingar á miðsækni.

·  Ef tölur eru mjög ólíkar í gagnasafninu þá er dreifingin mikil.

Spönn (range):

Glósur:

·  Einfaldasta mælingin á dreifingu.

·  Hæsta gildi mínus lægsta gildi.

·  Verður hærri því meiri sem dreifingin er í gagnasafninu

Dreifitala (variance):

Glósur:

·  Mæling á dreifingu sem er mikið notuð.

·  Staðalfrávik í öðru veldi.

Staðalfrávik (standard deviation):

Glósur:

·  Mest notaða mælingin á dreifingu.

·  Mælir hversu mikið tölurnar dreifast í kringum meðaltalið.

·  Kvaðratrót af dreifitölunni.

·  Sýnir meðalmismun milli breytanna í dreifingunni.

·  Segir okkur hver meðaldreifing breytanna er.

·  Reiknað þannig:

- Fyrst er fjarlægð hvers gildis frá meðaltalinu reiknuð (fráviksskor, segir okkur hve mikið hver tala víkur frá meðaltali)

- Meðaltal fráviksskora fundið til að áætla staðafrávik.

- Mismunandi eftir hvaða dreifingu er verið að vinna með.

 


Normalkúrfur (normal curves):

Glósur:

·  Bjöllulaga kúrfa

·  Samfelld

·  Með einn hæsta topp

·  Fast hlutfall dreifingar fellur á sama svæðið

·  Hafa ólíkt meðaltal og staðalfrávik.

Dæmi:

Flöt kúrfa sýnir að einkunnir eru mikið dreifðar út frá miðjunni. Í jákvætt skekkt dreifingu er mikið af lágum einkunnum og lítið af háum (dæmi: stjórnendalaun vs. almenn laun; fáir með há laun en margir með lág) en í neikvætt skekkt dreifingu er mikið af háum einkunnum en lítið af lágum (dæmi: í meistaraprófsnámi eru margir með háar einkunnir en fáir með lágar).

Markviðmið (criterion referenced):

Glósur:

·  Náði einstaklingurinn tilteknu markmiði.

·  Túlkun á niðurstöðu prófs sem er bundin við hvort nemandi hafi náð tilteknu markmiði.

Hópviðmið (norm referenced):

Glósur:

·  Hvernig stendur einstaklingurinn sig miðað við hópinn.

·  Niðurstaða sem er túlkuð í samanburði við frammistöðu tiltekins viðmiðunarhóps.

z-gildi:

Glósur:

·  Sýnir stöðu einstaklings miðað við aðra í sama hópi.

·  Meðaltal z- gilda er 0.

·  Staðalfrávik z-gilda er 1.

·  Þegar hráeinkunn er breytt í z-gildi er meðaltal og staðalfráviki dreifingarinnar breytt.

·  Ekki alltaf normaldreifð, þau hafa sömu dreifingu og upphaflegu gildin.

Fylgni (correlation):

Glósur:

·  Mæling á línulegu sambandi tveggja breyta.

·  Fylgnisamband leyfir okkur ekki að álykta um orsakasamband.

·  Getur tekið gildi frá –1 upp í 1 (neikvæð fylgni, engin fylgni, jákvæð fylgni).

·  Lýsir styrk sambands (há/lág fylgni) og stefnu þess (jákvætt/neikvætt línulegt samband).

Fylgnistuðull

Glósur:

·  er tala á milli –1 og +1 sem sýnir stefnu og styrk tengsla á milli tveggja breyta.

·  Fylgnistuðull er reiknaður með formúlu og er táknaður með r.

Aðhvarfsgreining (regression):

Glósur:

·  Er notuð til að spá fyrir um eina breytu út frá annarri.

Dæmi:

Árangur í háskóla út frá árangri í menntaskóla. Gögnum er safnað um einkunnir í mennta- og háskóla.

Ályktunartölfræði:

Glósur:

·  Mæling á línulegu sambandi tveggja breyta.

·  Tölfræðileg tilgátuprófun

·  Mat - Öryggisbil

Tölfræðileg tilgátuprófun (hypothesis testing):

Glósur:

·  Spurningin er sett upp í tölfræðilega tilgátu sem er staðhæfing um gildi í þýðinu sem við drögum ályktun um (stika)

·  Reynum oftast að hafna henni

Núlltilgáta (Null hypothesis):

Glósur:

·  Tölfræðilega tilgátan sem prófuð er.

Dæmi:

H0: μ= 10

Móttilgáta (Alternative hypothesis):

Glósur:

·  Getur verið þrenns konar og ræðst það af því hvernig rannsóknarspurningin er.

Dæmi:

HA: μ ≠ 10 (tvíhliða)

HA: μ < 10 (einhliða)

HA: μ > 10 (einhliða)

Einhliða tilgátuprófun:

Glósur:

·  Ef við erum með stefnutilgátu.

·  Skoðum aðeins annan enda dreifingarinnar

Tvíhliða tilgátuprófun:

Glósur:

·  Ef tilgátan er óháð stefnu sambandsins.

·  Skoðum báða enda dreifingarinnar.

Úrtaksdreifing:

Glósur:

·  Í ályktunartölfræði er metið hverjar líkurnar eru á því að tiltekin gildi mælist í úrtaki.

·  Ef tekin eru óendanlega mörg endurtekin úrtök úr sama þýðinu verður til úrtaksdreifing.

·  Úrtaksdreifing er notuð til að meta hverjar þessar líkur eru.

·  Í raunveruleikanum getum við ekki vitað hver úrtaksdreifingin er, notum þess vegna normalkúrfu.

Væntigildi:

Glósur:

·  Meðaltal úrtaksdreifingar (það sama og meðaltal þýðis).

Staðalvilla meðaltals:

Glósur:

·  Staðalfrávik úrtaksdreifingar.

 


Megin kennisetning tölfræðinnar:

Glósur:

·  Úrtaksdreifing meðaltals fær á sig lögun normaldreifingar sama hver upprunalega lögun dreifingar í þýðinu er.

·  Því stærra sem úrtakið er því fullkomnari normaldreifingu fáum við á úrtaksdreifinguna.

Marktæknimörk:

Glósur:

·  Hversu mikla áhættu erum við tilbúin að taka

·  Í félagsvísindum er miðað við 5% líkur

·  Táknuð með gríska stafnum alfa α

Markgildi:

Glósur:

·  Greinir á milli höfnunarsvæðis (5%) og samþykkissvæðis (95%).

T-próf, tilgátuprófun fyrir meðaltöl.

Glósur:

 

Þýði:

Glósur:

·  Sá hópur sem við viljum svara rannsóknarspurningu um.

·  Rannsóknir á úrtaki yfirfærðar á þennan hóp.

Dæmi:

Allir 7. bekkingar

Úrtak:

Glósur:

·  Ákveðinn fjöldi einstaklinga úr þýði sem valinn er á þann hátt að úrtakið sé dæmigert fyrir þýðið.

·  Markmið úrtaka er að rannsaka hóp og færa niðurstöðurnar yfir á stærri hóp (þýði).

·  Gæði upplýsinganna fer eftir úrtaksgerð.

Dæmi:

200 7. bekkingar valdir af handahófi.

Population validity

Glósur:

·  má alhæfa niðurstöður í úrtaki yfir á þýðið?

Handahófsúrtak:

Glósur:

·  Allir eiga jafna möguleika á að vera valdir í úrtakið.

Klasaúrtök:

Glósur:

·  Hópar valdir í úrtakið en ekki einstaklingar, t.d. bekkir eða bæjarfélög.

·  Stundum er blandað saman klasaúrtaki og handahófsúrtaki. Þá eru valdir hópar en síðan er valið af handahófi úr þeim.

Lagskipt úrtök:

Glósur:

·  Þýði skipt í undirhópa og síðan valið úr þeim.

·  Allir í þýðinu eru þá í einhverjum hópi.

·  Hentar vel ef hópar innan þýðisins eru ólíkir.

Líkindaúrtak:

Glósur:

·  Menn valdir af handahófi þannig að rannsakandi veit líkurnar á að velja hvern og einn.

Brottfall:

Glósur:

·  Fjöldi sem ekki svarar, og þeir sem detta út á leiðinni.

Áreiðanleiki

Glósur:

·  Vísar til niðurstöðu mælinga

·  Stöðugleiki frá einni mælingu til annarar.

·  Nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda réttmætis

·  Tölfræðilegt fyrirbæri - samræmi í prófaniðurstöðum mæld með fylgni

·  Tegundir:

- Prófun - endurprófun

- Jafngildar prófagerðir

- Helmingunaraðferð

-          Samkvæmni milli matsmanna

·  Áhrif á áreiðnaleika:

- Lengd prófs

- Dreifing einkunna - því meiri dreifing því meiri áreiðanleiki

- Hlutlægni

- Aðferðir við að áætla áreiðanleika

Réttmæti

Glósur:

·  Erum við að prófa það sem við ætlum að prófa?

·  Hversu viðeigandi er túlkun matsniðurstaða?

·  Afla sannanna um hvort ályktun sé viðeigandi:

- Inntak

- Tengsl við viðmið

- Réttmæti tengt hugtökum

- Afleiðingar matsins

Rannsóknarsnið (research design)

Glósur:

·  Rannsókn þarf að hanna á þann hátt að hún geti svarað rannsóknarspurningunni (tilgátum).

·  Sniðið ákvarðar hvaða ályktanir við getum dregið af niðurstöðum rannsóknarinnar.

Lýsandi (descriptive) rannsóknir:

Glósur:

·  Stundum vantar okkur upplýsingar um hvernig hlutirnir eru og gerum rannsóknir til að fá nákvæmar lýsingar á raunveruleikanum.

·  Þær gefa upplýsingar um tíðni eða magn af einhverju.

·  Geta verið lýsing á úrtaki á einum tíma

·  Geta verið lýsing á breytingum á úrtaki yfir tíma (langtímarannsóknir).

Samanburðar (causal comparative)

Glósur:

·  Rannsaka mismun tveggja hópa á mismunandi sviðum.

Skekkja tilraunamanns (experimentar bias):

Glósur:

·  Væntingar rannsakanda hafa áhrif á niðurstöður, áhrif á innra réttmæti.

Treatment fidelity:

Glósur:

·  Inngrip er ekki í samræmi við lýsingu, í framkvæmd.

Rannsóknarferill:

Glósur:

·  Val á viðfangsefni

·  Afmarka og orða rannsóknarefnið / rannsóknarspurningar

·  Fara yfir rannsóknir og fræðilegt efni

·  Hanna rannsóknaráætlun

·  Afla leyfa

·  Gagnaöflun

·  Greining gagna

·  Túlkun niðurstaðna

·  Rannsóknarskýrsla

Vettvangsathugun:

Glósur:

·   

Lýsandi gögn:

Glósur:

·  Vettvangsnótur

·  Afrituð viðtöl

·  Ritaðar heimildir

·  Myndir

·  Myndbönd

·  Minnismiðar (observer comment)

Þátttökuathugun

Glósur:

·  Félagsleg samskipti við þátttakendur

·  Öflun gagna á vettvangi

·  Skráning gagna

Vettvangsnótur

Glósur:

·  Nákvæmar lýsingar frá þátttökuathugunum

·  Afrituð viðtöl

·  Opinber gögn og heimildir

·  Myndir

·  Athugasemdir og hugleiðingar

·  Lýsingar

·  Mat, hugleiðingar, viðbrögð

Opin viðtöl:

Glósur:

·  Fáar og mjög almennar spurningar hafðar til viðmiðunar.

·  Rannsakandinn lætur framvindu viðtalsins stýra því.

·  Rannsakandinn hvetur viðmælanda til að tala en spyr svo dýpra ofan í það sem hann vill vita nánar.

Lokuð viðtöl:

Glósur:

·  Yfirleitt ekki notuð í eigindlegum aðferðum.

·  Settar upp ákveðnar spurningar sem viðmælandi svarar einni af annarri en talar ekki út fyrir þær.

·  Reynt að hafa öll viðtöl eins við alla viðmælendur.

Hálf skipulögð viðtöl

Glósur:

·  Útbúinn viðtalsrammi fyrirfram.

·  Rannsakandinn er með ákveðnar spurningar en hefur nokkuð frelsi og sveigjanleika til að hafa rúm fyrir eitthvað óvænt sem viðmælandi segir.

·  Rannsakandinn á ekki að festa sig um of í spurningum sínum en samt þarf hann að halda vel utan um viðtalið.

Lýsandi spurningar

Glósur:

·  Spurningin er víð og hvetur til frásagnar.

·  Fólk beðið um að segja það sem því finnst mikilvægt um efnið.

Dæmi:

„Hvað er erfitt við að vera grunnskólakennari?“

Skipulags spurningar

Glósur:

·  Tilgangurinn er að finna út hvernig viðmælendur flokka þá þekkingu sem þeir hafa.

Dæmi:

„Segðu mér hvað felst í því að vera þroskaþjálfi“

Andstæðu spurningar

Glósur:

·  Rannsakandinn reynir að finna út hvað viðmælandinn meinar með ýmsum hugtökum sem hann notar.

·  Kalla eftir andstæðum við aðra hluti.

Dæmi:

„Hver er munurinn á frjálsum leik og hópastarfi í leikskólanum?“

Viðtalsferlið (Spradley, 1979):

Glósur:

·  Heilsast

·  Útskýra

·  Spurningarnar

·  Skiptast á

·  Sýna áhuga

·  Láta í ljósi vanþekkingu sína

·  Endurtaka

·  Endurorða

·  Nota orð viðmælandans

·  Búa til huganlegar aðstæður

·  Spyrja vinsamlegra spurninga

·  Kveðja

 


7 stig viðtalsrannsókna:

Glósur:

·  Markmið og tilgangur

·  Rannsóknaráætlun

·  Viðtöl

·  Afrita viðtölin

·  Greina viðtölin

·  Sannreyna

·  Skýrsla

Rýnihópar

Glósur:

·  Markmiðið er ekki að hópurinn komist að sameiginlegri niðurstöðu. Reynt er að komast að skilningi og upplifun þátttakenda.

Grounded theory

Glósur:

·  Aðferð til að þróa kenningu sem byggir á gögnum sem hefur verið safna og greind á skipulagðan hátt.

Tilviksrannsókn

Glósur:

·  Nákvæm rannsókn á ákveðnum vettvangi, ákveðnum einstaklingi eða ákveðnum viðburði.

Lífssögu rannsókn

Glósur:

·  Lýsingar fólks af mikilvægum atburðum úr lífi þess og reynslu sem þeim tengjast.

Etnografía - þjóðfræði

Glósur:

·  er lýsing, greining og túlkun á ákveðinni menningu eða samfélagi.

·  Rannsakandinn rannsakar hegðun, venjur, siði, samskipti, tungumál og lífsmáta fólksins.

·  Þjóðháttarfræðingar eyða miklum tíma á menningarsvæðunum sem þeir eru að rannsaka og nota athugun/áhorf, viðtöl og aðrar greiningu til að skilja menninguna.

Greining gagna

Glósur:

·  Greining gagna felur í sér að vinna með gögnin, skipuleggja þau, flokka niður í einingar, leita að mynstri, uppgötva hvað er mikilvægt og ákveða hvaða sögu maður ætlar að segja.

·  Hún getur verið samhliða gagnasöfnun, eftir að gagnasöfnun lýkur eða blanda af báðum þessu aðferðum.

 

 

Klukkan
Dagsetning
21. nóvember 2014
Leitarbox

Gamalt blogg
Heimsóknir
Í dag:  3  Alls: 15603